Umsókn

Þeir aðilar sem hafa áhuga á aðkomu Tækifæris að verkefni þurfa að senda umsókn til Tækifæris hf. þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram. Athugið að því meiri upplýsingar sem berast, þeim mun líklegra er að erindið geti fengið rétta afgreiðslu á sem skemmstum tíma.

Heiti verkefnis
Nafn hugmyndar, nafn tengiliða, símanúmer ofl.

Viðskiptahugmyndin
Tilgangur félagsins og starfsemi, hvar fer áætluð starfsemi fram, hver er grunnurinn að hugmyndinni, helstu kostir og gallar hugmyndar skulu tilgreindir.

Fjármál
Lykiltölur úr áætlunum, rekstraráætlun til 3 ára ásamt sjóðstreymisáætlun, fjárfestingarþörf og fjárþörf í rekstrinum til sama tíma. Efnahagsreikningur sama tíma. Sé félagið í rekstri skulu allar upplýsingar um rekstrarstöðu þess fylgja.

Hlutafé og fjármögnun
Nafnverð hlutafjár sem óskað er eftir, lýsing á núverandi hluthöfum (séu þeir til staðar) hlutfall hlutafjáreignar þeirra. Önnur fjármögnun sem þegar hefur verið tryggð skal tilgreind.

Stjórnun og skipulag
Upplýsingar um lykilstarfsmenn og þá sem standa að baki hugmyndinni, starfsreynsla, menntun og annað sem kann að skipta máli.

Markaður og samkeppni
Upplýsingar um þann markað sem fyrirtækið mun starfa á og samkeppnisaðila. Markhópar fyrirtækisins tilgreindir og hvernig skuli náð til þeirra.

Tíma- og framkvæmdaáætlun
Tíma- og framkvæmdaáætlun til 3 ára þar sem helstu áföngum í rekstri er lýst ítarlega, helst brotið niður á ársfjórðunga.

Útgöngumöguleikar
Leiðir til endursölu hlutabréfa skulu tilgreindar þannig að fjárfestir sjái e.k. leið til að selja sinn hlut að nokkrum árum liðnum.

Viðauki
Ýmsar upplýsingar sem umsækjendur vilja koma á framfæri og tengjast verkefninu skulu koma fram í viðauka. Öllum verkefnisgögnum skal skila í einu lagi til framkvæmdastjóra Tækifæris.

Ef umsækjendum er óljóst hvaða gögnum ber að skila eru þeir hvattir til að setja sig í samband við framkvæmdastjóra sem getur verið þeim innan handar og leiðbeint þeim áfram.