Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa

Jón Steindór Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Tækifæris en hann tekur við starfinu af Jóni Ingva Árnasyni.

Nýr framkvæmdastjóri Tækifæris

Jón Ingvi Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Tækifæris en hann tekur við starfinu af Birni Gíslasyni sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2007.

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri

Tækifæri er einn af aðalstyrktaraðilum atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar sem haldinn verður 24.-26 febrúar nk.

Fyrsta skip á innlendum orkugjafa

Fimmtudaginn 15. desember kom Björgúlfur EA 312 til heimahafnar á Dalvík úr sérstakri veiðiferð en skipið nýtti í ferðinni innlendan orkugjafa sem er lífdísill sem framleiddur er af nýsköpunarfyrirtækinu Orkey.

Sjóböð á Húsavík

Tækifæri hefur undanfarna mánuði tekið þátt í undirbúningsverkefni fyrir sjóböð á Húsavík en auk Tækifæris hafa komið að verkefninu Norðursigling, Orkuveita Húsavíkur, Saga Capital, Basalt arkitektar og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Skelfélagið ehf. stofnað

Tækifæri hefur ásamt öðrum fjárfestum stofnað Skelfélagið ehf.

Tækifæri aðalstyrktaraðili Atvinnu- og nýsköpunarhelgar á Akureyri

Þann 15.-17. apríl nk. verður haldin Atvinnu- og nýsköpunarhelgi sem er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífsins.

Ný heimasíða Tækifæris

Ný heimasíða Tækifæris var tekin í notkun í júní. Markmið síðunnar er að miðla upplýsingum um Tækifæri sem og fréttum af þeim félögum sem Tækifæri er hluthafi í.

Norðurskel í Hagkaupum

Frá og með þessari viku mun bláskel frá Norðurskel vera fáanleg í verslunum Hagkaupa á Akureyri sem eru góðar fréttir fyrir alla sælkera.

Góð afkoma hjá Baðfélaginu

Aðalfundur Baðfélags Mývatnssveitar var haldinn 7. maí sl.