Tækifæri hf. er aðalstyrktaraðili ANA 2017

Tækifæri hf. er aðalstyrktaraðili Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri (ANA).

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin snýst um að virkja fólk til athafna. Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með teymi af fólki sem er með viðskiptahugmynd. Markmiðið með helginni er að fólk byrji að vinna að frumgerð á ákveðinni vöru eða þjónustu. Á þriðja tug frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þáttakendum til aðstoðar Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika.  Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum.