Tækifæri fjárfestir í Appia ehf.

Appia ehf. er nýstofnað fyrirtæki sem hefur það að markmiði að þróa og framleiða smáforrit fyrir snjallsíma og önnur smátæki. Rannsóknir sýna að meirihluti Íslendinga er nú kominn með slík tæki og er mikil aukning ár frá ári. Kannanir sýna sömu þróun erlendis. Með þessari þróun hefur eftirspurn fyrirtækja, viðburða og stofnana eftir snjallforritum stóraukist og byggist viðskiptahugmynd Appia á þessari eftirspurn.
 
Fyrirtækið verður staðsett á Akureyri og verða fastir starfsmenn tveir í byrjun.
 
Tækifæri á rúm 26% í félaginu.