Stóraukinn útflutningur hjá Norðurskel

Góður gangur hefur verið í útflutningi á bláskel frá Norðurskel en hún er flutt á markað í Belgíu. Veruleg söluaukning var á skel í apríl og voru um 5 tonn af skel seld í þessum eina mánuði. Vonir stjórnenda félagsins er að salan komi enn til með að aukast á komandi vikum og mánuðum enda félagið í stakk búið til að selja mun meira magn af skel í ár heldur en á undanförnum árum.