Skelfélagið ehf. stofnað

Tækifæri hefur ásamt öðrum fjárfestum stofnað Skelfélagið ehf. Félagið hefur keypt tilteknar eignir þrotabús Norðurskeljar og er markmið félagsins að reka bláskeljarrækt og vinnslu í Hrísey. Framkvæmdastjóri félagsins er Jóhannes Már Jóhannesson og ræktunarstjóri er Víðir Björnsson. 
Auk Tækifæris eru helstu eigendur félagsins Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Huginn, Icemar, Oceanfish, Rafeyri o.fl.