Sjóböð á Húsavík

Tækifæri hefur undanfarna mánuði tekið þátt í undirbúningsverkefni fyrir sjóböð á Húsavík en auk Tækifæris hafa komið að verkefninu Norðursigling, Orkuveita Húsavíkur, Saga Capital, Basalt arkitektar og Impra nýsköpunarmiðstöð. Markmið undirbúningsverkefnisins er að kanna möguleika á uppbyggingu og rekstri sjóbaðslóns á Húsavíkurhöfða.

Nú hefur verið stofnað sérstakt félag um undirbúningsverkefnið, Sjóböðin ehf., og hafa bæst í hóp þátttakenda Baðfélagið í Mývatnssveit og Trésmiðjan Rein. Nýta á næstu mánuði í frekari undirbúning og rannsóknir, og ef niðurstöður gefa jákvæða mynd er stefnt að því að hefja fjármögnun og framkvæmdir á árinu 2012-2013.