Nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa

Jón Steindór Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Tækifæris en hann tekur við starfinu af Jóni Ingva Árnasyni. Sjóðurinn verður eftir sem áður í umsjón Íslenskra verðbréfa og er Jón Steindór starfsmaður ÍV.

Jón Steindór hefur lokið meistaranámi í viðskiptafræði og hefur öðlast mikla reynslu af fjármálamarkaði, m.a. sem starfsmaður Byrs og Fjármálaeftirlitsins.