Nýr framkvæmdastjóri Tækifæris

Jón Ingvi Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Tækifæris en hann tekur við starfinu af Birni Gíslasyni sem hefur gegnt starfinu frá árinu 2007. Félagið verður eftir sem áður í umsjón Íslenskra verðbréfa og er Jón Ingvi starfsmaður ÍV.

Jón Ingvi hefur lokið meistaranámi í verkfræði og prófi í verðbréfaviðskipum. Jón Ingvi hefur öðlast mikla reynslu af fjármálamarkaði m.a. sem starfsmaður Saga fjárfestingabanka, Landsvaka og Kaupþings.