Ný heimasíða Moltu

Molta ehf. sem rekur jarðgerðarstöð á Þverá í Eyjafjarðarsveit opnaði á dögunum heimasíðu. Á vefsíðunni er að finna helstu upplýsingar um Moltu ehf. ásamt fróðleik um jarðgerð o.fl.  Í framhaldi er meiningin að fjölga fróðleiksmolum um jarðgerð og tengd málefni auk þess að flytja reglulega fréttir af starfseminni.