Góð afkoma hjá Baðfélaginu

Aðalfundur Baðfélags Mývatnssveitar var haldinn 7. maí sl.

Fram kom á fundinum að reksturinn gekk vel árið 2009. Góður hagnaður var á félaginu enda aðsókn gesta með allra besta móti. Vonir manna eru að árið í ár verði jafnframt hagstætt ferðaþjónustufyrirtækjum þó að veruleg óvissa sé fyrir sumarið vegna eldgoss í Eyjafjallajökli.