Fyrsta skip á innlendum orkugjafa

Fimmtudaginn 15. desember kom Björgúlfur EA 312 til heimahafnar á Dalvík úr sérstakri veiðiferð en skipið nýtti í ferðinni innlendan orkugjafa sem er lífdísill sem framleiddur er af nýsköpunarfyrirtækinu Orkey. Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu sem safnað er saman og nýttur í lífdísil í stað þess að urða hann. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breitt í orku sem síðan er notuð á fiskiskip. Frá því árið 2007, er Orkey var stofnuð, hefur það verið tilgangur félagsins að stuðla af sjálfbærri framleiðslu og notkun endurnýtanlegra orkugjafa og leitast við að taka þátt í framförum á því sviði.

 
Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir þetta ángjulegt skref í þeirri viðleitni félagsins til að skapa verðmæti úr úrgangi og nota til þess endurnýtanlega orku. Þetta sé mjög ángæjulegur áfangi sem gefi félaginu aukinn kraft til að takast á við næstu skref sem verða að auka frekar nýtingu úrgangs til orkuframleiðslu og minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.
 
Hluthafar Orkeyjar eru 16 talsins; Aura Mare, N1, Samherji, Víkey, Rafeyri, Tækifæri, Arngrímur Jóhannsson, Efnamóttakan, Hafnarsamlag Norðurlands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ.