90 milljóna króna hagnaður af starfsemi Tækifæris hf.

Ný stjórn skipuð á aðalfundi félagsins. Aðalfundur Tækifæris hf. var haldinn þriðjudaginn 5. maí 2015. Steingrímur Birgisson var endurkjörinn stjórnarformaður og Sverrir Gestsson varaformaður. Aðrir í stjórn eru Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir og Óðinn Árnason. Albertína Friðbjörg og Erla Björg koma nýjar inn í stjórnina.

90 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi Tækifæris árið 2014, samanborið við 92 milljóna króna hagnað árið áður. Heildareignir félagsins í árslok voru ríflega 600 milljónir. Um Tækifæri hf. Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Félagið er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og vestra en alls eru hluthafar 33. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Akureyrarbær, Stapi lífeyrissjóður og Íslensk verðbréf. Íslensk verðbréf sjá um daglegan rekstur félagsins.

Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnulífi á Norðurlandi. Verkefni þurfa að fela í sér ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í þeim felst. Verkefni þurfa að hafa hagrænt gildi, vera atvinnuskapandi og leiða til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins. Nánari upplýsingar veitir: Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris, í síma 460 4700. Frekari upplýsingar um Tækifæri hf. er að finna á heimasíðu félagsins www.taekifaeri.is