50 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi Tækifæris árið 2018

Aðalfundur Tækifæris hf. var haldinn mánudaginn 12. apríl 2019. 

Halldór Jóhannsson var endurkjörinn stjórnarformaður og aðrir stjórnarmenn eru Sverrir Gestsson og Eva Hlín Dereksdóttir.  Stjórnin er þannig óbreytt milli ára.

50 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi Tækifæris árið 2018, samanborið við 555 milljóna króna hagnað árið áður.   Heildareignir félagsins í árslok voru um 2.200 milljónir. 

Um Tækifæri hf.

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Stapi lífeyrissjóður og Íslensk verðbréf.  Íslensk verðbréf sjá um daglegan rekstur félagsins og er Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Tækifæris hf.

Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnulífi á Norðurlandi. Verkefni þurfa að fela í sér ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í þeim felst.

Nánari upplýsingar veitir: Jón Steindór Árnason, framkvæmdastjóri Tækifæris, í síma 460 4700.  Frekari upplýsingar um Tækifæri hf. er að finna á heimasíðu félagsins www.taekifaeri.is.