384 milljóna króna hagnaður af starfsemi Tækifæris hf.

384 milljóna króna hagnaður varð af starfsemi Tækifæris árið 2015, samanborið við 90 milljóna króna hagnað árið áður.   Heildareignir félagsins í árslok voru um 995 milljónir. 

Um Tækifæri hf.

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Félagið er í eigu fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Stapi lífeyrissjóður og Íslensk verðbréf.  Íslensk verðbréf sjá um daglegan rekstur félagsins og er Jón Steindór Árnason framkvæmdastjóri Tækifæris hf.

Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnulífi á Norðurlandi. Verkefni þurfa að fela í sér ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í þeim felst. Verkefni þurfa að hafa hagrænt gildi, vera atvinnuskapandi og leiða til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins.