Um Tækifæri

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Lífeyrissjóðurinn Stapi og Íslensk verðbréf.  Hlutafé Tækifæris er 713 mkr. og hefur hann fjárfest fyrir yfir 600 mkr. á Norðurlandi í samræmi við markmið sín.

Fjárfestingarstefna
Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnulífi á Norðurlandi. Verkefni þurfa að fela í sér ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í þeim felst. Verkefni þurfa að hafa hagrænt gildi, vera atvinnuskapandi og leiða til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins.

Þátttaka Tækifæris í verkefnum er einkum í formi fjárfestingar í hlutafé. Félagið er tilbúið til að skoða hvaða fjárfestingartækifæri sem er, óháð eðli eða staðsetningu. Umsóknir sem berast sjóðnum eru lagðar fyrir stjórn til umfjöllunar og á grundvelli þess er ákveðið hvort fjárfest er í viðkomandi verkefni eða ekki.

Stjórn og starfsfólk
Stjórn Tækifæris skipa Halldór Jóhannson (formaður), Hildur Ösp Gylfadóttir og Eva Hlín Dereksdóttir.  Varamenn eru Erla Björg Guðmundsdóttir og Brynjar Hreinsson.

 Framkvæmdastjóri Tækifæris er Sverrir Gestsson .  Sími: 460-3400. Tölvupóstur: taekifaeri@taekifaeri.is