Um Tækifæri

Tækifæri hf. er fjárfestingafélag sem fjárfestir í nýsköpun á Norðurlandi. Stærstu eigendur Tækifæris eru KEA svf., Lífeyrissjóðurinn Stapi og Íslensk verðbréf.  Hlutafé Tækifæris er 713 mkr. og hefur hann fjárfest fyrir yfir 600 mkr. á Norðurlandi í samræmi við markmið sín.

Fjárfestingarstefna
Stefna Tækifæris er að fjárfesta í nýsköpun eða nýmæli í atvinnulífi á Norðurlandi. Verkefni þurfa að fela í sér ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í þeim felst. Verkefni þurfa að hafa hagrænt gildi, vera atvinnuskapandi og leiða til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins.

Þátttaka Tækifæris í verkefnum er einkum í formi fjárfestingar í hlutafé. Félagið er tilbúið til að skoða hvaða fjárfestingartækifæri sem er, óháð eðli eða staðsetningu. Umsóknir sem berast sjóðnum eru lagðar fyrir stjórn til umfjöllunar og á grundvelli þess er ákveðið hvort fjárfest er í viðkomandi verkefni eða ekki.

Stjórn og starfsfólk
Stjórn Tækifæris skipa Halldór Jóhannson (formaður), Sverrir Gestsson og Eva Hlín Dereksdóttir.  Varamenn eru Erla Björg Guðmundsdóttir og Brynjar Hreinsson.

Tækifæri hf. er í vörslu Íslenskra verðbréfa.  Framkvæmdastjóri Tækifæris er Jón Helgi Pétursson.  Sími: 460-4700. Tölvupóstur: jonhelgi@iv.is