Baðfélagið rekur Jarðböðin við Mývatn sem er einstakur baðstaður í hjarta Mývatnssveitar. Vinsældir baðstaðarins hafa aukist ár frá ári og eru Jarðböðinn orðinn einn af vinsælli viðskomustað innlendra sem erlendra ferðalanga norðanlands árið um kring. Tækifæri er stærsti einstaki hluthafi í félaginu en eignarhlutur Tækifæris í félaginu er um 41%.
N4 rekur tvo miðla; N4 Dagskrá Norðurlands og N4 Sjónvarp. Félagið rekur sérstaka hönnunar- og framleiðsludeild þar sem framleitt er innlent sjónvarpsefni, kynninga- og auglýsingaefni. N4 hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og er ímynd félagsins mjög góð á landsvísu. Eignahlutur Tækifæris er um 58%.
Sjóböð ehf. er undirbúningsfélag fyrir rekstur baðlóns á Húsavíkurhöfða. Markmið félagsins er að fullvinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnið og stuðla að fjármögnun þess og framkvæmd. Tækifæri á um 29% hlut í félaginu.
GPO hefur það að markmiði að framleiða olíu úr úrgangsplasti, s.s. baggaplasti og plastkerjum. Afurðir fyrirtækisins verða dísilolía, svartolía, white spirit o.fl. Tækifæri á um 11% hlutafjár í félaginu.
Félagið hefur það að markmiði að koma á fót moltunarverksmiðju á árinu 2008 sem kemur til með að lífgera sem mest af þeim lífræna úrgangi sem fellur til á svæðinu. Eignarhlutur Tækifæris í félaginu er um 2%.
Laxá er fóðurfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á fóðri til fiskeldis. Eignarhlutur Tækifæris í félaginu er um 6%.